42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. mars 2023 kl. 09:02


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:02
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:02
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:02
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02

Hildur Sverrisdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru fjarverandi. Sigmar Guðmundsson vék af fundi kl. 10:54.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elvar Örn Friðriksson og Friðleif Egil Guðmundsson frá Verndarsjóði villtra laxastofna, Ólaf Inga Sigurgeirsson lektor, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Sigurgeir Bárðarson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

3) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09